Collection: Möntrukórinn
Möntrukórinn er opinn þeim sem vilja koma saman einu sinni í viku til að kyrja og syngja söngva í sameiningu.
Í hverjum tíma leggjum við áherslu á eina sérstaka möntru, „Möntru vikunnar“. Við ræðum í sameiningu um þýðingu hennar, tilgang og hvaða áhrif hún getur haft á okkur. Ef möntrunni fylgir mundra (sem eru sérstakar líkams- eða handahreyfingar) kynnumst við henni líka. Saman kyrjum við möntruna í dágóðan tíma. Næsti tími hefst svo á möntrunni sem tekinn var vikuna á undann. Yfirleitt gefst einnig tími fyrir fleiri fallega söngva og möntrur.
Komdu í frían prufutíma, skráning á karmad@karmad.is
Við hittumst á Laugavegi 175, 3.hæð (Leiðin heim heitir salurinn) Kl: 20 á þriðjudagskvöldum
Hvað er mantra?
Mantra er innihaldsríkt orð, setning eða hljóð sem ber í sér dýpri þýðingu og tilgang. Hún er oft notuð til að kyrra hugann og beina honum í rétta átt, skapa innri frið og opna fyrir andlega tengingu. Möntrur eiga rætur að rekja til forna visku og eru oft kyrjaðar til að vekja upp jákvæða orku og styrk. Með reglulegri kyrjun fær mantra tækifæri til að leiða hugann inn í rólegra flæði, tengja okkur við sjálf okkur og opna fyrir friðsæla upplifun í huga, líkama og sál. Margar möntrur eru taldar áhrifaríkastar ef þær eru kyrjaðar í langan tíma.
Möntrukórinn gefur okkur einstakt tækifæri til að kynnast og upplifa sterk áhrif mönturnar, bæði vegna lengdar kyrjunar og áhrifanna sem magnast þegar sungið er í hóp.
-
Möntrukór | Vorönn 🌱
Venjulegt verð 38.700 ISKVenjulegt verðStykkjaverð / per