Skip to product information
1 of 1

KARMAÐ

Möntrukór | Haustönn 🍂

Möntrukór | Haustönn 🍂

Venjulegt verð 15.000 ISK
Venjulegt verð Tilboðsverð 15.000 ISK
Tilboð Uppselt
Skattur innifalinn
Möntrukórinn er opin öllum þeim sem vilja hittast einu sinni í viku, kyrja saman og syngja söngva. Í hverjum tíma tökum við sérstaklega fyrir eina möntru "Mantra vikunnar". Við förum vel yfir hvaða þýðingu sú mantra hefur fyrir okkur, áhrif hennar og tilgang. Ef það fylgir mundra (Mundra er sérstök líkamsstaða eða handahreifingar) þá förum við yfir hana líka og kyrjum svo möntuna í dágóðan tíma. Eftir tímann hvetjum við ykkur til að taka þessa möntru með ykkur heim og kyrja á hverjum degi til að finna fyrir áhrifum hennar til lengri tíma og kynnast henni betur,  svo byrjum við næsta tíma á að kyrja þessa möntru aftur og ræða stuttlega hvaða áhrif hún hafði á okkur. Syngjum svo meira eins og tími er til. 
Skráning á karmad@karmad.is
___
Kórstýrur möntrukórsins eru Eygló Scheving og Helma Ýr Helgadóttir þær eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á möntrum, tónum og tónlist almennt sem heila hugann og skapa lífshamingju
Eygló Scheving er tónlistarkona, lærður kundalini yogakennari og hljómheilari. Hún kynntist fyrir alvöru heilunarmætti tónlistar fyrir nokkrum árum í gegnum möntrur og kirtan söng. Þá sótti hún námskeið og lærði mikið möntrur og aðra heilunarsöngva ásamt því að semja nýja sem hún hefur svo leikið við ýmsar aðstæður og á viðburðum. Áhuginn sem kviknaði þarna leiddi hana í kundalini jógakennaranám hjá Satya Yoga Academy í Kanada, en í kundalini yoga er mikið notast við möntrur til að hreyfa við orkunni innra með okkur. Í kjölfarið á því fór hún að kynna sér betur heim hljómheilunar og tónslökunar og því hvernig hljómar og víbringur getur nýst sem öflugt tól þegar kemur að heilun á huga og líkama. Það stýrði henni inn í næsta ævintýri, til Brighton á Englandi þar sem hún nam tónheilun hjá hörpuleikaranum Siobhan Swider í gegnum Sound healing academy í Bretlandi. Þó nám og kunnátta annara sé oft gagnleg og lærdómsríkt er það að stærstum hluta innsæið og tilfinningin sem stjórnar för.
Helma hefur menntun í klassískri tónlist, er hjúkrunarfræðingur, tónlistarkona og kennari. Hefur tekið nokkur jógakennaranám m.a. hjá MediYoga sem sameinaði áhuga hennar möntrum, jóga og heilsu einnig hefur hún 200 klst jógakennarnám í Hatha Yoga frá Arhanta. Hún hefur óbilandi áhuga á jóga, tónlist, möntrum, heilsu og heilun en sá áhugi hefur fylgt henni frá barns- og unglingsaldri. Hún hefur sótt fjölmargar vinnustofur og námsskeið tengd jóga, möntrum, tónlist og tónheilun. Það er eitthvað óviðjafnanegt sem situr eftir í líkama og sál eftir að möntrur eru kyrjaðar. Rödd hvers og eins er eigið heilunartól sem allir hafa aðgang að og geta notað.
“ Tónlist framkallar ánægju sem mannlegt eðli getur ekki verið án” - Confusius
Skoða nánari upplýsingar