Gjafabréf í tónheilun
Gjafabréf í tónheilun
Gjafabréf í einstaklingstíma í tónheilun. Byrjum stundina á ilmandi ceremonial kakóbolla eða íslensku jurtate og förum svo í kraftmikið og heilandi ferðalag með hjálp hljóma og tóna í notalegu rými.
Í nútímasamfélagi er mikill hraði og áreiti. Hugurinn ort á tíðum fullur af verkefnum og hugsunum sem erfitt er að sleppa tökunum af. Tónheilun hentar vel þeim sem eiga erfitt með að sleppa tökum á huganum. Tónarnir eru fyrirferðamiklir sem hljálpa okkur að halda athyginni hér og nú og þannig kyrra hugann. Útkoman verður skýrari hugsun og meiri vellíðan.
Sérhver fruma í líkama okkar titrar á ákveðinni tíðni. Þegar við tökumst á við veikindi, streitu eða ójafnvægi verður truflun á þessari tíðni. Með hljómum, tónum og titringi má koma aftur jafnvægi á líkama, hug og sál sem hjálpar til við að ná betri heilsu.