Skip to product information
1 of 1

KARMAÐ

Möntrukór | Haustönn '25

Möntrukór | Haustönn '25

Venjulegt verð 35.000 ISK
Venjulegt verð Tilboðsverð 35.000 ISK
Tilboð Uppselt
Skattur innifalinn

Möntrukórinn er opinn öllum sem vilja hittast einu sinni í viku, kyrja saman og syngja söngva og möntrur. Í hverjum tíma er ein mantra í sérstökum fókus, mantra vikunnar. Við rýnum í merkingu hennar, tilgang og áhrif, og ef henni fylgir mudra (sérstök líkamsstaða eða handahreyfingar) lærum við hana einnig.

Mantran er síðan kyrjuð lengi og af einlægni, þannig að hún nái djúpt inn í líkama og huga. Þátttakendur eru hvattir til að halda áfram að kyrja hana heima milli tíma, til að upplifa áhrifin betur og skapa tengingu. Næsti tími hefst svo á sömu möntrunni þannig að við tengjumst henni enn dýpra. Síðan syngjum við fleiri lög og möntrur saman, eins og tími leyfir, og kynnum inn nýja möntru vikunnar.

Haustönnin verður blanda af möntrum sem kórinn þekkir frá fyrri árum og nýjum möntrum sem ekki hafa verið sungnar áður. Einnig verður sérstök tilbreyting í vetur þar sem gestakennarar munu bjóða upp á nýja upplifun, svo sem vinnu með röddina eða hljóðheilun. Síðasti tími annarinnar verður 16. desember og verður þá haldin jóla-cacao athöfn þar sem boðið verður upp á 100% hreint kakó frá Gvatemala og notalegt, slakandi andrúmsloft til að taka með inn í hátíðirnar.

Tími og staðsetning:
Þriðjudagskvöld kl. 20:00–21:30 í salnum Leiðin heim, Laugavegi 178 við Bolholt.

Komdu í prufutíma! Fyrstu tveir tímarnir eru opnir fyrir alla sem vilja prófa. 
Skráning: karmad@karmad.is

Hægt er að skipta greiðslum, sendið póst á karmad@karmad.is fyrir skiptingu greiðslu. 

Stéttarfélög taka mörg hver þátt í greiðslum á þátttöku í félagsstarfi sem þessu. 

Kórstjóri Möntrukórsins er Eygló Scheving. Hún er tónlistarkona, lærður kundalini yogakennari og hljómheilari. Hún kynntist fyrir alvöru heilunarmætti tónlistar fyrir nokkrum árum í gegnum möntrur og kirtan söng. Þá sótti hún námskeið og lærði mikið möntrur og aðra heilunarsöngva ásamt því að semja nýja sem hún hefur svo leikið við ýmsar aðstæður og á viðburðum. Áhuginn sem kviknaði þarna leiddi hana í kundalini jógakennaranám hjá Satya Yoga Academy í Kanada, en í kundalini yoga er mikið notast við möntrur til að hreyfa við orkunni innra með okkur. Í kjölfarið á því fór hún að kynna sér betur heim hljómheilunar og tónslökunar og því hvernig hljómar og víbringur getur nýst sem öflugt tól þegar kemur að heilun á huga og líkama. Það stýrði henni inn í næsta ævintýri, til Brighton á Englandi þar sem hún nam tónheilun hjá hörpuleikaranum Siobhan Swider í gegnum Sound healing academy í Bretlandi. Þó nám og kunnátta annara sé oft gagnleg og lærdómsríkt er það að stærstum hluta innsæið og tilfinningin sem stjórnar för.

Skoða nánari upplýsingar