Salvía + rósmarín vöndull | Sage + Rosemary smudge
Salvía + rósmarín vöndull | Sage + Rosemary smudge
Reykvöndull með salvíu og rósarblöðum. Hvít salvían hreinsar á meðan lavander plantan fyllir rýmið af ró, frið og góðum ilm.
Brennsla á salvíu er ævaforn aðferð til að hreinsa þunga og neikvæða orku af svæðum, hlutum, kristöllum og okkur sjálfum. Góð aðferð til að hreinsa orkuna í kringum okkur áður en við setjum ásetning inn í það sem framundan er. Hjálpar okkur að mynda sterkari tengingu við innsæið. Rósmaín er vel þekkt fyrir heilunareiginleika sína. Hún er notuð til að hreinsa orkuna í kringum okkur, líkama og sál, skapa hugarró, losa okkur við það sem þjónar okkur ekki lengur. Talið veita heppni, koma í veg fyrir þjófnað, vernda, hjálpa við andlegan vöxt og kemur í veg fyrir martraðir. Rósmarín færir okkur hamingju ást og minningar. Notað í brúðkaupum til að blessa brúðhjón með heiðarleika, langlífi og visku